Ólöf Þorvaldsdóttir

Starfsvettvangur Ólafar Þorvaldsdóttur hefur lengst af verið tengdur menningu og fjölmiðlun en einnig hefur hún látið sig mál samfélagsins varða. Hún ritstýrði vikublaðinu Austurlandi um árabil, var formaður Menningarnefndar Neskaupstaðar og síðan í Lista- og menningarráði Kópavogs, stjórn Gerðarsafns og Salarins. Trúlega er hún þekktust fyrir framkvæmda-, hugmynda- og hönnunarstjórn sem einn eigenda Hér&Nú auglýsingastofu. Textar hennar og verk hafa hlotið ýmsar viðurkenningar í áranna rás.