Höfundar

Þorvaldur Logason

Þorvaldur er heimspekingur og lauk BA prófi í heimspeki og meistaragráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands með séráherslu á spillingu og spillingarrannsóknir.  Þorvaldur er núverandi stjórnarformaður Transparency International hefur verið virkur í umræðu um samfélagsmál og eftir hann liggja fjölmargar greinar í fjölmiðlum um spillingu og stjórnmál.

Ólöf Þorvaldsdóttir

Starfsvettvangur Ólafar Þorvaldsdóttur hefur lengst af verið tengdur menningu og fjölmiðlun en einnig hefur hún látið sig mál samfélagsins varða. Hún ritstýrði vikublaðinu Austurlandi um árabil, var formaður Menningarnefndar Neskaupstaðar og síðan í Lista- og menningarráði Kópavogs, stjórn Gerðarsafns og Salarins. Trúlega er hún þekktust fyrir framkvæmda-, hugmynda- og hönnunarstjórn sem einn eigenda Hér&Nú auglýsingastofu. Textar hennar og verk hafa hlotið ýmsar viðurkenningar í áranna rás.

Logi Kristjánsson

Að lokinni mastersgráðu í byggingar- og hugbúnaðarverkfræði starfaði Logi fyrst á verkfræðistofu en gerðist síðan bæjarstjóri í Neskaupstað 1973-1984. Framkvæmdastjóri Tölvuþjónustu sveitarfélaga frá 1982-1997 og framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands 1997-2008. Hann hefur tekið öflugan þátt í fjölmörgum verkefnum á sviði samfélagsmála, s.s. tölvuvæðingu sveitarfélaga, verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga o.fl. Hann var formaður Breiðabliks frá 1989-1996 og stjórnaði þá uppbyggingu á íþróttasvæði félagsins. Hann lék með landsliðinu í handbolta, átti sæti í Ólympíunefnd og í stjórn ÍSÍ